144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:00]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég fagna þeirri dagskrártillögu sem var kynnt hérna áðan. Hún verður lögð fyrir þingið á morgun.

Ég ítreka enn og aftur að mér finnst ófært að hafa þetta mál áfram á dagskrá. Það kom hér fram hjá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins að fjöldi mála biði afgreiðslu. Dagskrárvaldið er nú einu sinni hjá forseta og meiri hlutanum er í lófa lagið að stýra þeim málum inn á þingið. Þetta mál er ekki að fara neitt. Það er í höndum verkefnisstjórnar og hún skilar af sér eftir eitt og hálft ár. Við eigum að snúa okkur að alvarlegri málum eins og því að tvö þúsund hjúkrunarfræðingar fara í verkfall núna á miðnætti og grafalvarlegt ástand (Forseti hringir.) verður á heilbrigðisstofnunum landsins í framhaldinu.