144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að fagna þeirri dagskrártillögu sem hér er komin fram en vil engu að síður einnig taka undir með hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni og vona að það reynist óþarft að greiða atkvæði um hana á morgun því að hæstv. forseti verði búinn að breyta dagskránni. Það þarf ekki annað en að líta hér út um gluggann og á þau mótmælaspjöld sem mannfjöldinn hér fyrir utan húsið á Austurvelli er með til þess að sjá að þjóðin vill að kjaramálin verði rædd. Það er stóra krafan sem er uppi þarna úti. Við hér inni hljótum að hlusta eftir því hvað þjóðin er að reyna að segja við okkur hérna fyrir utan.

Hæstv. forseti. Ef það eru ekki skýr skilaboð um að hér verði að breyta dagskrá þingsins, (Forseti hringir.) þá veit ég ekki hvað.