144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:12]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Spurt er hvort stjórnarliðið sé einn læmingjahópur. Þótt ástæða sé til að spyrja þá er eitt sem mælir gegn því, þ.e. að svo að segja enginn stjórnarliði af 38 þingmönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í allan heila dag hefur haft fyrir því að koma hér upp og reyna að taka til varna fyrir meiri hlutann í atvinnuveganefnd. Það virðist vera svo að allur þorri stjórnarliðsins hafi áttað sig á því hvers konar feigðarflan það er og vilji enga aðild eiga að þessu lengur. Nú bíðum við þess eins að forseti þingsins taki af skarið og reyni að setja mikilvægari mál á dagskrá, þau mál sem fólkið úti á Austurvelli er að kalla eftir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru að fara í verkfall á morgun og þar fram eftir götunum.