144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:13]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Miðað við stöðu þingmála, þingmála sem bíða, stjórnarfrumvarpa sem eru komin til nefndar og hafa verið afgreidd og bíða eftir að komast hingað, væri eðlilegast af stjórnarmeirihlutanum að leita á náðir Ríkisútvarpsins og fá þar gamalt grafíkskilti, kallað svo á fagmáli, sem á stendur „Afsakið hlé“ og bregða því upp á útsendingu frá þingfundum og láta það standa frekar en að eyða tímanum í að ræða tillögu sem mun ekki fara neitt. Það er auðvitað það sem verið er að gera með því að flytja þetta mál vegna þess að engin önnur eðlileg skýring er á því að menn setji þetta mál á dagskrá en sú að menn eru að kaupa sér tíma til þess að vinna mál ríkisstjórnarinnar og koma svo með þau hérna inn þegar þau eru tilbúin. Þannig að sá dagskrárliður sem er hér á ferðinni ætti í rauninni ekki að heita fundarstjórn forseta, heldur afsakið hlé.