144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:33]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ítreka ósk mína um að sest verði niður á fundi með þingflokksformönnum og farið verði yfir þau mál sem hér eru tilbúin til umræðu og reynt að finna út úr því að vera með dagskrá sem er boðleg fyrir þetta þing og aðeins að hugsa málin hvort ríkisstjórnin ætli sér að halda þessu þrefi áfram út af breytingartillögu meiri hluta atvinnuveganefndar. Nú er það svo að við höfum mótmælt hér í tvær vikur. Ríkisstjórnin er með vinnumarkaðinn í algjöru uppnámi og þúsundir manna eru komnar fyrir utan húsið og mér skilst á Akureyri líka til að mótmæla ríkisstjórninni. Þar er verið að mótmæla meðal annars vaxandi misskiptingu eigna og auðlindastjórnuninni sem ramminn vissulega tengist, en mótmælin eru auðvitað grundvölluð á djúpstæðri óánægju til langs tíma (Forseti hringir.) varðandi það hvernig við högum auðlindamálum okkar.