144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:04]
Horfa

Elín Hirst (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er alveg rétt hjá hv. þingmanni og ég hef skrifað í blöð um hálendið og hversu mikilvæg auðlind ósnortið víðerni hálendisins er fyrir okkur Íslendinga, þannig að það þarf ekki mjög djúpviturt fólk til að sjá það í hendi sér að það að ætla að raska hálendinu er eitthvað sem menn gera ekki nema að mjög svo íhuguðu máli. En ég hef svolitlar áhyggjur, við Íslendingar stöndum í þeim sporum að eiga, ekki bara hálendið sem auðlind heldur gríðarlegar grænar orkuauðlindir sem ég mundi vilja sjá fyrir mér sem tæki til að rafvæða til dæmis samgöngutæki á Íslandi á næstu áratugum, ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að nýta þær auðlindir okkar. Jafnframt á að gera það skynsamlega.