144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:04]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir hörð orð hv. þm. Árna Páls Árnasonar og fagna því að forseti þingsins hafi tekið mark á þeim málflutningi sem hér hefur staðið yfir í þessum sal undanfarna daga og vikur og frestað umræðu um þetta mál. Ég vonast til þess að tíminn fram undan verði nýttur til þess að skoða öll þessi mál í hinu stærra samhengi þannig að þingið verði ekki aftur sett í þá neyðarlegu stöðu sem það hefur verið í undanfarna daga og vikur.