144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég kem hér upp til þess að lýsa ánægju minni yfir því að komin er ákveðin þíða í störf þingsins og var kominn tími til. Ég tel að það hafi verið hárrétt ákvörðun að taka þetta mál af dagskrá og taka fyrir önnur mál sem hafa beðið þess mjög lengi að komast á dagskrá. Við skulum bara vona að starfsandinn sem virðist vera kominn á jákvæðari og uppbyggilegri brautir á Alþingi haldist áfram og að menn sjái tilgang í því að tala saman og leita lausna og komast að niðurstöðu um erfið mál sem okkur greinir á um. Ég held að við getum það alveg og getum tekið þau stóru mál sem bíða afgreiðslu þingsins áður en því lýkur og forgangsraðað þeim og unnið úr þeim með minni (Forseti hringir.) hlutanum.