144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[10:38]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir breytingartillögu við breytingartillögu á þskj. 1092, raforkulög. Tillagan er frá þeirri sem hér stendur ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Svandísi Svavarsdóttur og hljóðar svo:

„Við 5. tölul. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal ákvarðanataka og allur frekari undirbúningur undir lagningu raflína um miðhálendi Íslands frestast þar til Alþingi hefur lokið umfjöllun um tillögu þá til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku er lögð skal fyrir Alþingi í fyrsta sinn fyrir 15. október 2016.“

Teljum við mjög mikilvægt að þetta sé samþykkt, að ekki verði farið út í ákvarðanir eða framkvæmdir, og auðvitað viljum við ekki að það verði, án þess að þingið verði fyrst til að fjalla um það, ef eitthvað slíkt er í pípunum.