144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

515. mál
[11:18]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu en verð þó að geta þess að við göngum í takt í sambandi við afgreiðslu þessa máls vegna þess að þau atriði sem kynnu að valda ágreiningi á meðal okkar eru ekki inni í þessu þingmáli.

Eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu þá tel ég að innleiðing þessarar gerðar muni hvorki neyða okkur til minni einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu né meiri. Ég held að eftir sem áður mun stefna okkar mótast af okkar íslensku aðstæðum og þeim ákvörðunum sem teknar verða í þessum sal. Þetta mál sem slíkt hefur engin áhrif í þá átt, í hvoruga áttina.