144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

515. mál
[15:11]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli þingheims á því að við greiðum hér atkvæði um svokallað EES-mál sem lýtur að heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins heldur eigum aðild að EES höfum við frírri hendur í þessu máli en ESB-þjóðirnar og gátum þess vegna sett áþekkan fyrirvara nema heldur stífari en Norðmenn höfðu gert hvað varðar samskipti af þessu tagi. Þannig að það er nú ekki alveg rétt, sem hér hefur komið fram, að það hefti hendur okkar að standa utan ESB. Í þessu tilviki er það síður svo.