144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

515. mál
[15:12]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta var áhugaverð athugasemd, en þó svo einhverjir vilji ganga í Evrópusambandið og vonist jafnvel eftir því að það sé draumalandið þá er það ferli löngu búið, en … einhver ár veit maður ekki.

Fyrir áhugasama vildi ég koma því hér að, virðulegi forseti, að um fyrstu 20 ár EES-samningsins hefur Ísland eingöngu tekið upp um 7% þeirra gerða sem Evrópusambandið hefur samþykkt, þannig að það er nú ekki meira en það.