144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

slysatryggingar almannatrygginga.

402. mál
[18:43]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú alveg stolið úr mér hvað ég ætlaði að segja. Já. Góði punkturinn varðandi — nei, nú er það stolið úr mér aftur. Ég er kominn með allt of mikið í hausinn á mér. (SII: Já.)(Gripið fram í: Spennandi.) Þetta er rosalega spennandi. (SII: Slysatryggingarnar?) Slysatryggingarnar — nei, en samt sem áður í stærra samhenginu, það er mikilvægt að ræða alla þessa þætti í stærra samhenginu. Við eigum það oft til að detta niður í einhver atriði hérna sem við erum að fókusera rosalega á og missa heildarsamhengið. Við eigum þetta líka til í þingstörfunum, að detta inn í okkar eigin heim hérna. Hérna erum við inni á þingi og sjáum ekki hvað er að gerast fyrir utan.

Þetta er stjórnunarfræðilegt vandamál sem Peter Drucker nefnir iðulega, þ.e. að geta ekki séð hvað er að gerast út á við. Og eins og hann nefnir, í öllum skipulagsheildum er árangur aðeins mældur fyrir utan skipulagsheildina, árangurinn er ekki innan frá, það er bara skilvirkni, árangurinn er út á við. Skipulagsheildin er alltaf að þjóna umhverfi sínu. Nákvæmlega eins og Alþingi á að vera að gera.

Nei, það er alveg stolið úr mér hvað ég ætlaði að segja við þingmanninn, en ég læt þetta bara duga.