144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

stefna stjórnvalda um lagningu raflína.

321. mál
[10:43]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hálendið er afskaplega verðmætt. Við Íslendingar erum með þá sérstöðu að við erum með mun stærri ósnortin víðerni en á flestum stöðum í Evrópu. Sú umhverfismengun sem felst í rafmagnslínum með þeim hefðbundnu flutningstækjum sem við erum með núna hefur verið fullkomlega vanmetin og það er mjög mikilvægt að við lítum til þess að við getum gert hlutina með öðrum hætti sem ekki mun skaða umhverfið eins mikið og við höfum því miður gert á sumum stöðum. Þetta mál er liður í því að minnka þá umhverfismengun og þess vegna styð ég það, virðulegi forseti.