144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

stefna stjórnvalda um lagningu raflína.

321. mál
[10:46]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Þótt það kunni fljótt á litið að líta út að vera til bóta að hækka hlutfallið úr 1:1,5 í 1:2 ber að gefa gaum að seinni tölulið breytingartillögunnar, en þar falla út orðin ,,og rekstrarkostnað yfir líftíma mannvirkisins“. Það má efast um að í reynd sé verið að lyfta þakinu þegar kostnaðurinn er borinn saman með því að fella út á móti að þá skuli líta til heildarrekstrarkostnaðar yfir líftíma mannvirkjanna sem borin eru saman. Þetta snýr þannig í tilviki jarðstrengjanna að stofnkostnaðurinn er hærri en síðan er rekstrarkostnaðinn minni. Ég held því miður að hafi það verið tilgangurinn að rýmka reglurnar jarðstrengjunum í hag hafi það kannski mistekist með því að bæta þarna við seinni tölulið breytingartillögunnar. Ég treysti mér ekki til að styðja þetta sem ég hefði þó gert ef ég hefði haft sannfæringu fyrir því að þetta væri rýmkun.