144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

stefna stjórnvalda um lagningu raflína.

321. mál
[10:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Að þessari atkvæðagreiðslu lokinni er ekki hægt að styðja þetta mál eins og það liggur fyrir. Ekkert hefur verið komið til móts við sjónarmið okkar. Við vinstri græn höfum reynt að lagfæra þetta mál og höfum flutt hér breytingartillögur við málið. Ekkert er horft til nýfallins hæstaréttardóms eða álita EFTA í þessum efnum. Menn eru í raun að knýja áfram stefnu sem er gamaldags, að reyna að komast inn á hálendið með línulagnir og virkjanir. Því erum við vinstri græn alfarið mótfallin og ég held að tíminn vinni með sjónarmiðum eins og okkar vinstri grænna. Við munum gera allt til þess að koma í veg fyrir eyðileggingu á miðhálendinu. Virkjunarsinnar svífast einskis, eins og við þekkjum í umræðunni hér á dögunum um breyttar tillögur varðandi rammaáætlun (Forseti hringir.) og vinnu í því efni. Það er því ekki hægt að styðja þetta mál eins og um það er búið.