144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[11:01]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég bið þingmenn enn að hugsa sinn gang vegna þess að það er þessi atkvæðagreiðsla sem greinir á milli þeirra sem vilja í raun standa með hálendinu og hinna sem vilja það ekki. Hér er um að ræða einfalda tillögu um að tryggja að atbeini Alþingis sé forsenda þess að ráðist verði í línulagnir á miðhálendi Íslands. Það er tillagan, hún er svo einföld. Hér eru þá menn að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji í raun og veru standa vörð um hálendi Íslands og tryggja lýðræðislega aðkomu Alþingis að ákvörðunum þar um eða standa með Landsneti í ásælni þess fyrirtækis gagnvart miðhálendinu og undirbúningi undir Sprengisandslínu. Þetta er atkvæðagreiðslan sem stendur yfir og þingmenn geta enn skipt um skoðun.