144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[11:08]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða gott mál sem meðal annars mun tryggja afhendingaröryggi í Eyjafirði sem hefur verið verulega ábótavant. Það er gott. Þetta mál hefur líka snúist um almannahagsmuni, um grundvallarinnviði landsins. Við fengum það sent til umsagnar í umhverfisnefnd og sendum frá okkur tillögur að breytingum og ég þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir að taka vel í þær og hafa þær til hliðsjónar. Það voru allir sammála þeim tillögum sem komu frá umhverfisnefnd í heild sinni en þetta snýr líka að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga og mörkum þeirra. Ég bendi á að meðan við erum að ræða önnur mikilvæg mál, aðra mikilvæga innviði, virðast allir vera sammála um að þessir innviðir eigi heima undir Alþingi. Ég bið fólk og alþingismenn að taka tillit til þess (Forseti hringir.) þegar við ræðum aðra innviði sem snúa að samgöngumálum þjóðarinnar. (Gripið fram í.)