144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:31]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef svo er, að þetta eigi við um öll lyf, líka lausasölulyfin, (Gripið fram í.) og ég tala nú ekki um þegar á að fara að leyfa sjónvarpsauglýsingar, er afar erfitt að koma þessum upplýsingum öllum fyrir í sjónvarpsauglýsingu. Það kemur skýrt fram bæði hjá Lyfjastofnun og Viðskiptaráði, sem eru svolítið hvort á sínum básnum í umsögnum sínum, að þetta er óljóst. Ég legg til að þetta verði athugað nánar og þá kæmi mjög skýrt fram um hvort er að ræða.