144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:38]
Horfa

Frsm. velfn. (Páll Jóhann Pálsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tek heils hugar undir það með hv. þingmanni, það er verðugt verkefni að halda áfram með þetta mál og reyna að greina þar á milli. Þá fer þetta kannski að flokkast undir hollustuhætti og annað þannig að ég get ekki annað en, eins og ég sagði, tekið undir að við þurfum að skoða þessi mál áfram þannig að ekki verði hægt að segja hvað sem er í auglýsingum. Það liggur nokkuð ljóst fyrir, kannski þarf að koma einhverju skikki á þau mál.