144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:40]
Horfa

Frsm. velfn. (Páll Jóhann Pálsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Í nefndarálitinu segir:

Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að dregið verði úr kröfum um þær upplýsingar sem skuli koma fram í — nei, fyrirgefðu, það er neðar:

Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram þurfi að tilgreina í lyfjaauglýsingum nafn framleiðanda, heiti lyfs, virk efni og helstu ábendingar og frábendingar er varða notkun hlutaðeigandi lyfs.

Ég lít svo á að helstu frábendinga þurfi að geta í auglýsingunum.