144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:48]
Horfa

Frsm. velfn. (Páll Jóhann Pálsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get alveg heils hugar tekið undir að það væri mjög æskilegt að sem mestar upplýsingar væru birtar í þessum auglýsingum og aukaverkanir gefnar upp. Þá má kannski spyrja hvar mörkin séu. Eru þessar aukaverkanir skýrar? Er skýrt hvar helstu aukaverkanir eru og annað? Í þessu máli er vísað til þess á vefnum að þegar lyfin eru keypt fylgja fylgiseðlar þannig að mönnum verður það ljóst þegar þeir kaupa lyfin. Öll hljótum við að vilja stuðla að því að minnka lyfjanotkun og kannski þurfum við að vinna (Forseti hringir.) markvisst í því að auka áróður gegn lyfjanotkun almennt og í staðinn borða bara sem mest hollan mat.