144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[15:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, ég tel eiginlega að svo sé ekki. Internetið er náttúrlega spegill síns samfélags og við viljum hafa skoðanir á því sem þar er og oft koma upp óskir um að hafa taumhald á ákveðnum birtingarmyndum á netinu. Hvað þetta varðar segir í 16. gr. um auglýsingar:

„Heimilt er að kynna og auglýsa lausasölulyf, þ.e. lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld, fyrir almenningi.“

Svo kemur:

„Óheimilt er þó að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi.“

Við erum að fella þann málslið út. Orðalag laganna er þannig að ekki er verið að skilgreina (Forseti hringir.) það sérstaklega nema að það má ekki í sjónvarpi. Ég tel því auglýsingar á internetinu alveg í anda laganna.