144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[16:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að játa að ég get ekki alveg svarað þessari spurningu því að málið er í nefnd og hefur verið sent til umsagnar. Við höfum ekki hafið umfjöllun um lyfjagátina og ég hef bara ekki kynnt mér það í hörgul. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að þær breytingar breyti ekki svo miklu því að það er eingöngu verið að lögfesta fyrirkomulag sem nú þegar er við lýði. Þetta er upplýsingakerfi um lyf á Evrópska efnahagssvæðinu til þess að auka eftirlit með lyfjum, upplýsingar um lyf og vernd neytenda. Þetta er í raun og veru fyrirkomulag sem er þegar við lýði en það vantar lagaheimild fyrir ákveðnum þáttum þess.