144. löggjafarþing — 115. fundur,  29. maí 2015.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:12]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Þrátt fyrir þetta sleifarlag ríkisstjórnarinnar greiðir stjórnarandstaðan fyrir því að taka megi samgönguáætlun til fyrri umr. í dag, á þeim degi þegar þingið ætti að vera farið heim.

Ég vildi spyrja hæstv. forseta, enda gjörkunnugur málum, hvort þess séu einhver dæmi að samgönguáætlun sé lögð fram eftir framlagningarfrest á þingi, hvort þetta sé ekki algert einsdæmi.