144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á frumvarpi um Reykjavíkurflugvöll.

[10:16]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil spyrja forseta: Er það undir sameinuðu flaggi þingflokka stjórnarliða og ríkisstjórnarinnar að tekin er ákvörðun um að viðhalda stríðsástandi í þinginu? Var það ákveðið? Var farið yfir það á ríkisstjórnarfundi í morgun að mikilvægt væri að viðhalda ófriðnum í þinginu? (Gripið fram í.) Maður veltir því fyrir sér þegar inn kemur tillaga af þessu tagi sem er afgreidd svo hratt að maður hefur sjaldan séð annað eins. Það væri áhugavert ef við gætum birt hérna á veggnum „track changes“-skjalið sem við fengum (Gripið fram í: Já.) klukkan 13 mínútur yfir átta í morgun. Það var algjörlega blátt því að það voru svona 12–14 orð eftir af fyrra máli, eitthvað svoleiðis, fyrirsagnir og eitthvað smotterí, en annað var gjörbreytt því að þetta er annað þingmál. Svo segir formaður nefndarinnar: Þetta (Forseti hringir.) er alvanalegt, þetta hefur viðgengist (Forseti hringir.) hér árum saman. (Forseti hringir.) — Ergo: Við ætlum að halda áfram að vinna illa. (Gripið fram í.)