144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á frumvarpi um Reykjavíkurflugvöll.

[10:20]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegi forseti. Ég sagði áðan að stjórnleysi ríkti í þinginu. Mér sýnist að í skjóli þessa stjórnleysis séu einstaka þingmenn farnir að beita hér fordæmalausum bolabrögðum til að koma í gegn eigin málum og vaða inn á gríðarlega viðkvæm svið deilumála sem eru í ferli annars staðar. Það verða allir að bera virðingu fyrir því. Það verða líka allir að bera virðingu fyrir því hvernig mál eru unnin í nefndum. Þau eru ekki unnin eins og var gert í morgun. Ég segi stjórnleysi vegna þess að við höfum fjallað um það hér áður að það ríkir ekki starfsáætlun núna í þinginu. Þegar það er engin starfsáætlun ætti nú að reyna á það að við sem förum fyrir flokkunum á þingi mundum alla vega vera kölluð á fund til að fara yfir það hvernig væri best að ljúka þessu, (Forseti hringir.) hvað ætti að setja í forgang og hvernig við ættum að haga (Forseti hringir.) okkur undir þessum kringumstæðum.