144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum.

[10:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan þá hefur þetta mál ekki komið inn á borð mitt í utanríkisráðuneytinu, og ekki hefur verið kvartað yfir ræðismanninum til mín. Ég kann ekki tjáningarfrelsislöggjöf Ítala og hv. þingmaður getur lýst vanþóknun sinni á ráðherranum eða hverju sem er mín vegna. Ég hef líka ýmislegt til að lýsa vanþóknun á hv. þingmanni og hennar framkomu. En ef þetta mál kemur inn á mitt borð þá mun ég að sjálfsögðu taka á því.