144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lengd þingfundar.

[11:11]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Komi forseti hingað með einhverja áætlun um það með hvaða hætti við ætlum að ljúka þessu þingi eða um það með hvaða hætti við ætlum að starfa hér næstu vikurnar er ég til í að ræða það að lengja þingfund en ekki undir þeim kringumstæðum sem við búum við núna, það að engin nefndatafla er í gangi, engin starfsáætlun, það er verið að boða fundi í fyrramálið í flestum nefndum, þvert ofan í hverja aðra, og það er algjört kaos í gangi hérna, fullkomið stjórnleysi. Þá er komið með ósk um að hér verði lengdur þingfundur. Ég er algjörlega á móti því og ekki síst í ljósi þeirrar uppákomu sem átti sér stað hér í morgun þegar ljósar urðu ákvarðanir stjórnarmeirihlutans um að vinna áfram með þeim hætti að taka ákvarðanir í jafn miklu ósætti og raun ber vitni og gera það með jafn ófaglegum og óvönduðum vinnubrögðum og við höfum ítrekað orðið vitni að. Í því andrúmslofti (Forseti hringir.) getum við ekki samþykkt að halda hér áfram inn í kvöldið eins og ekkert hafi í skorist vegna þess að það er stjórnarmeirihlutinn sem hefur sagt stríð á hendur þessu þingi.