144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lengd þingfundar.

[11:18]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi staða er einkenni þess sem er að Alþingi, einkenni þess að hér er alltaf meiri hluti á móti minni hluta á þessum tíma ársins. Þetta er einkenni þess að minni hlutinn er valdalaus með öllu nema með því að nýta málfrelsi sitt hvað mest. Þetta er einkenni þess að meiri hlutinn virðist ekki sýna mikinn vilja til að reyna að ráða bót á því máli. Auðvitað hafa komið fram hugmyndir um að skerða málfrelsi þingmanna og svoleiðis. Ég verð að leggja til enn og aftur að til að finna út úr þessum vanda þingsins eigum við að flytja valdið nær þjóðinni þannig að þjóðin geti beitt sér þegar svo ber undir og sömuleiðis minni hluti þingmanna. Þá þyrftum við ekki að vera hér sífellt að karpa um fundarstjórn og lengd þingfundar eins og núna. Þessi árstími þyrfti ekki að vera svona bölvanlegur. Við gætum gert miklu betur.

Að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.