144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:36]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég mun greiða atkvæði með þessu, en takið eftir að hér erum við að fá inn mál sem gat verið komið inn fyrir tveimur, þremur mánuðum. Það er ekkert sem réttlætir það að vera að koma með þetta núna þegar komið er fram í júní. Þetta er hluti af vandanum sem við erum að glíma við, þrátt fyrir að upphafsræða núverandi hæstv. forseta hafi snúist um að koma málum fyrr inn í þingið þannig að við gætum bætt vinnubrögð þingsins hef ég sjaldan séð þau koma seinna og fleiri á síðustu stundu en akkúrat á þessu þingi. Sum eru enn ekki komin. Það er verið að boða þau og þau hafa í sífellu verið boðuð í næstu viku. Það kemur alltaf ný vika, en þá er spurning hvort við getum ekki hætt þinginu og tekið þá bara vikuna í byrjun september sem þarf til að ná þessu máli.

Ég styð þetta vegna þess að ég tel að þetta mál þurfi að fá afgreiðslu en vek athygli á þessum vinnubrögðum.