144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég greiði atkvæði gegn málinu, ekki af því að ég sé á móti því heldur er ég á móti þessum vinnubrögðum. Því var lofað þegar við hófum störf á þessu kjörtímabili, á þessu þingi og því síðasta, að mikið kapp yrði lagt á að tryggja að mál kæmu inn á réttum tíma og ef þau gerðu það ekki ættu þau hreinlega ekki að fá afgreiðslu, ekki nema það væri sérstök tímasetningarmál og eitthvað sem þyrfti að bregðast við. Hæstv. ráðherra hefur haft nægan tíma til að vinna að þessu máli og koma því inn í þingið á tilsettum tíma. Það er svona agaleysi hjá framkvæmdarvaldinu sem er grundvallarástæða þess að við erum í miklum óefnum á Alþingi. Þetta er ekki til að stuðla að virðingu Alþingis, forseti, svo mikið er víst.