144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:41]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég skrifaði undir þetta nefndarálit með fyrirvara en eftir þær miklu og góðu umræður sem urðu í þingsal við 2. umr. er ég mjög hugsi og tel að málið þurfi betri skoðunar við. Ég ætla því að sitja hjá og ekki greiða atkvæði við þessa umræðu en treysti því að nú þegar málið hefur aftur verið kallað til nefndar muni hún taka málið til rækilegrar og enn betri skoðunar.