144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:43]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hyggst greiða atkvæði með frumvarpinu og breytingartillögunni. Mér finnst þetta mjög verðug umræða og það er rétt að aukaverkanir þurfa að vera skýrar. Lyf eru öll þess eðlis að þau ber að nota í samráði við lækni og notendum ber að vera meðvitaðir um aukaverkanir en upplýsingar um þær eiga auðvitað að fylgja með lyfjunum sjálfum.

Hvað varðar sjónvarpsauglýsingarnar, vegna þess að við erum að ræða þær hér, er sjónvarp ekki lengur að mínu mati áhrifamesti auglýsingamiðillinn. Internetið er það. Ég held að við náum mjög seint stjórn á því, sem betur fer, og mun því greiða atkvæði með þessu frumvarpi og breytingartillögu en að hluta til á þeim forsendum að þetta verði aftur rætt milli 2. og 3. umr. til þess að reyna að finna út úr því sem eftir stendur að mati sumra hv. þingmanna.