144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:50]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Breytingarnar sem við erum að ræða um á lyfjalögum eru tvíþættar. Þær snúa annars vegar að auglýsingum lyfja sem beint er að heilbrigðisstéttum og hins vegar er um að ræða auglýsingar lausasölulyfja þar sem núgildandi lög banna sérstaklega auglýsingar slíkra lyfja í sjónvarpi. Þá þykir í senn ekki nægilega tryggilega frá því banni gengið í núgildandi lögum þannig að þann vafa þarf að taka af og svo er hitt að ekki er hægt að mismuna þannig á milli miðla þó að slíkur greinarmunur hafi átt sér stað á sínum tíma.

Ég styð þau sjónarmið sem fram komu í umfjöllun velferðarnefndar og nefndaráliti og jafnframt þau rök sem færð eru þar fyrir breytingunum og lúta meðal annars að tilvísun í markaðsleyfishafa og samantekt á eiginleikum lyfja.

Ég segi því já, virðulegi forseti.