144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[12:15]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál er loksins komið fram og mun ég fara betur yfir það í ræðu á eftir en ég vil nota þetta andsvar til að spyrja hæstv. ráðherra þriggja spurninga sem snúa að makríl. Hvað getur hann sagt okkur um afdrif makrílfrumvarpsins? Ég á sæti í atvinnuveganefnd og ég held að við höfum ekki rætt makrílfrumvarpið í hátt í þrjár vikur. Í öðru lagi er hér í 8. lið þessarar tillögu, bæði a- og b-lið, fjallað um makríl til handa smábátum og þá langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hversu mikið magn eigi að vera þar á ferðinni. Í þriðja lagi er í þessum a- og b-lið fjallað um hvernig þessu tiltekna magni af makríl verði úthlutað til smábáta og ég spyr hvað hæstv. ráðherra segi um það að menn mundu kannski nota einhvern ákveðinn hundraðshluta, bæði til smábáta og eins til stærri skipa, til að bjóða makrílinn upp á frjálsum markaði til að stíga það skref. Það má líka kalla það tilraun með uppboð á fisktegundum í staðinn fyrir að leigja það út og taka sérstakt gjald eins og hér er fjallað um.