144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

fundur forseta með formönnum þingflokka.

[15:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið hér undir fundarstjórn forseta og fagna för hæstv. sjávarútvegsráðherra til Færeyja. Þar gefst honum gott tækifæri til að kynna sér uppboðsleiðina í kvótamálum. En meðan á fjarveru hans stendur er nauðsynlegt að staðgengill ráðherrans sé við umræðuna og ég kalla eftir því.

Einnig er jákvætt að boðað hafi verið til fundar formanna flokkanna. Það er jafn eðlilegt að gert sé hlé á fundinum á meðan það samráð fer fram. Auðvitað er líka nauðsynlegt að kostur gefist á því, að loknum samráðsfundi formanna flokkanna, að halda þingflokksfundi svo að formennirnir geti kynnt þingflokkum sínum hvernig fundurinn gekk og hvaða hugmyndir menn hafa um framhaldið og geti ráðfært sig um það áður en lengra er haldið í þinghaldinu. Ég óska eftir því við virðulegan forseta að við þessu verði orðið.