144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[17:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er ljóst af því sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst hér á undan að þessi fundur með formönnum flokkanna hefur ekki skilað miklum árangri. Okkur berast tilkynningar um nefndafundi, það eru nefndafundir í alls konar nefndum og margir þingmenn eru boðaðir á tvo, þrjá fundi. Ég skil ekki hvernig við eigum að fara að vinna í nefndum og láta eins og ekkert sé þegar ekki er búið að forgangsraða málum. Ég átta mig ekki á því. Við verðum að fá að vita hvaða mál eru forgangsmál og við skulum síðan fara yfir þau og sjá hvað af þeim við getum afgreitt á sumarþingi. Starfsáætlunin er náttúrlega farin úr skorðum og er ekki í gildi. Við þurfum að fá forgangsmálin og vita hvað við eigum að gera í nefndunum og vinna þar markvisst.