144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[17:56]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er með tvær athugasemdir. Ef þessi doðrantur af málum er forgangslisti ríkisstjórnarinnar velti ég fyrir mér hvernig hún hafi hugsað sér að hún mundi koma þessum málum í gegnum þingið í kringum janúar eða febrúar. Og hvernig þeim datt í hug að sóa tveimur og hálfri viku af tíma þingsins í breytingartillögu hv. þm. Jóns Gunnarssonar? Mér þykir útilokað, virðulegi forseti, að þetta sé raunverulegur forgangslisti. Það segir ákveðna sögu.

Hitt er síðan það, eins og hv. þm. Guðmundur Steingrímsson benti réttilega á, ef við ætlum að ræða þetta að jafnvel þótt þingmenn spöruðu sig þó nokkuð mikið mundum við ekki komast yfir það, held ég, í sumar. Þetta eru það mörg mál af þvílíkri stærðargráðu. Hvað er þetta, virðulegi forseti? Hvað erum við að gera með þetta blað? Þetta er bara eitthvert bull.