144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[18:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Forseti gat þess margoft sjálfur í vetur að hann hefði áhyggjur af því að mál kæmu seint inn í þingið, það væri slæmt vegna þess að miklu máli skipti að standa við starfsáætlun þingsins. Svo fór að lokum að hann gat ekki staðið við þessar fyrirætlanir sínar. Ég hef áður í ræðustól lýst samúð minni með forseta þingsins að þurfa að vinna með forustumönnum ríkisstjórnarinnar sem eru bara í einu orði sagt ómögulegir. En mig langar til að leggja til eins og margir þingmenn hér á undan mér að forseti fresti fundi og knýi út úr forustumönnum ríkisstjórnarinnar lista um það sem þeir vilja afgreiða og forgangslisti á aldrei, aldrei að vera lengri en tíu atriði og helst ekki nema fimm.