144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[18:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég velti svolítið fyrir mér hvað ég mundi gera ef ég væri í stöðu virðulegs forseta. Gleymum því augnablik að gamni okkar hvernig Alþingi virkar raunverulega — þessi margumrædda togstreita milli meiri hlutans og minni hlutans, valdaleysi minni hlutans og svo auðvitað hið margnefnda málþóf — og látum eins og þetta sé listinn sem við ætlum að vinna með hérna. Telur forseti mögulegt að fara í gegnum þennan lista á sumarþingi? Þetta eru ábyggilega hátt í 70 mál eða meira. Hvernig telur forseti að þetta samræmist því að við verðum nokkurn tíma búin á þessu sumarþingi? Ég velti því fyrir mér.