144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[23:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum áður talað um að það séu engar nefndatöflur í gangi. Ég vil geta þess við virðulegan forseta að í fyrramálið verður þetta viðfangsefni okkar þingmanna að glíma við. Kl. 8 hefst fundur í umhverfis- og samgöngunefnd, kl. 8:30 í efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd en þar er gert ráð fyrir að fundur standi til kl. 12. Í velferðarnefnd hefst fundur kl. 8.30 en kl. 10.30 í allsherjar- og menntamálanefnd og einnig í atvinnuveganefnd. Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir sem lenda í því að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Þetta gengur ekki. Ég bið forseta að búa til drög að einhvers konar bráðabirgðafundatöflu fyrir þá daga sem fram undan eru meðan ekki liggur betur fyrir hvað við erum að gera hér, sem er náttúrlega óþolandi. Það alger óþarfi að sitja uppi með það klúður að nefndarfundir séu þannig boðaðir að formenn nefndanna hafi sjálfdæmi um það klukkan hvað þeir eru boðaðir og hvenær þeim lýkur.