144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[15:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svarið. Þetta mál er allt saman svolítið sérkennilegt, þingskjalið er meira að segja nr. 666. Það sem mig langaði að spyrja um og ég átta mig ekki alveg á, til að gæta allrar sanngirni: Er eitthvað sem tryggir að það verði alvörusamráð og samvinna við þær stofnanir og einstaklinga — gleymum því ekki að stofnanir eru eingöngu góðar út frá því hvaða starfsmenn eru þar og hvaða þekkingu þeir búa yfir, hvaða verðmæti eru þar. Ég velti fyrir mér hvort í þessari tillögu um töluvert mikla umbyltingu í stjórnsýslunni sé eitthvað sem tryggir að það fari ekki eins og það fór með Fiskistofu. Það var mjög alvarlegt hvernig á því máli var haldið.

Þetta frumvarp veitir ráðherrunum meiri heimildir og tekur framkvæmdina úr aðhaldi Alþingis. Er eitthvað sem sannfærir þingmanninn um að samráðið, hjartað í málinu, yrði öðruvísi ef þessar lagaheimildir væru til staðar?