144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka kærlega fyrir þetta ferðalag aftur í tímann. Þá voru nú aldeilis aðrir tímar. En það sem mér finnst líka svolítið fyndið eða eiginlega sorglegt er að þegar við vorum í þeirri stöðu að starfsramma Alþingis var lokið, starfsáætluninni, þá fór hv. þingmaður og núverandi hæstv. forsætisráðherra einmitt mikinn og vildi ekki ganga til neinna samninga. Ég var náttúrlega þá í minni hluta og var síðan með minni hlutanum í liði að reyna að ná einhverjum starfslokum en núna kemur sami þingmaðurinn, núverandi forsætisráðherra, með 87% af málunum sem hafa verið lögð fram frá því í september í fyrra og vill að við afgreiðum þau á nokkrum dögum. Þetta er náttúrlega alveg stórfurðulegt.