144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[21:16]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er alveg tilefni til að ræða fundarstjórn forseta. Núna hefur þetta mál verið rætt hér í allan dag en það á sér forsögu sem við þekkjum og er kannski ekki brýnasta málið í augnablikinu. Við erum auðvitað í ákveðnu tómarúmi hérna og einhverju tilgangsleysi, finnst manni. Það er spurning hvort við séum að ræða brennivín í búðir eða þetta mál; það er eins og þetta sé pikkað upp af einhverju hlaðborði. Aðalréttirnir eru hins vegar ekki bornir fram af hæstv. ríkisstjórn; aðalmálin sem ættu að vera hér til umræðu; við ættum að vera að afgreiða og ræða hér stóru málin sem boðuð hafa verið. Í stað þess erum við hér í einhverju uppsópi sem hefur ekki neinn tilgang. Ég óska eftir því við hæstv. forseta að hann taki sér nú tak og geri eitthvað í málinu.