144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[21:53]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Öflug umgjörð um siðareglur og ráðgefandi siðaráð tryggir okkur ekki gegn vondu siðferði, en það er mikilvægt að vera með slíka umgjörð til þess að efla traust á stjórnvöldum, ekki veitir af. Ég sat einn fund í nefndinni sem varamaður og hef auðvitað fylgst með þessari umræðu utan frá, en þegar ég hef núna verið að undirbúa mig fyrir umræðuna og skoða umsagnirnar þá bregður mér mjög í brún að sjá hvað þetta fær lítið vægi. Mér sýnist að það hafi eingöngu verið aðilar frá forsætisráðuneytinu og svo Siðfræðistofnun sem hafi rætt þetta. IMMI er hérna líka, en í áliti þeirra er aðallega rætt um skráningu upplýsinga. Þannig (Forseti hringir.) að ég tel einsýnt að þetta mál þurfi að fara til nefndar og í miklu betri umræðu hvað þennan þátt málsins varðar.