144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[23:02]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var nú svo gáfuleg spurning að ég efast um að mér dugi ein mínúta til að svara henni þótt ég sé allur af vilja gerður. Ég ætla þó að nefna það að af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má ráða að verði ráðherrar áskynja á formlegum fundum einhvers sem er á þeirra valdsviði að ráða bót á þá skapar auðvitað upplýsingadreifing á ráherranefndarfundi athafnaskyldu. Ég hef setið bæði í ráðherranefnd um efnahagsmál og ráðherranefnd um ríkisfjármál og ég held að það sé mjög skynsamlegt að þær séu fyrir hendi, en ég tek undir að skýra þarf lagalega stöðu ef sá sem fer með valdið vill til dæmis ekki grípa til aðgerða sem hinir tveir eða þrír telja þörf á að grípa til. (Forseti hringir.) Ég held þess vegna að þörf sé á því að þróa það betur bæði í stjórnarráðslögum og mögulega með stjórnskipunarlagabreytingum.