144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[15:32]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Það kann að vera að einhvers staðar sé hægt að nálgast þessar tölur en þær eru sannarlega ekki aðgengilegar og ekki til á einum stað og allar stofnanir ríkisins eru ekki samkeyrðar eða staða þeirra úti um land. Það gerir það að verkum að staðan er í raun ógagnsæ þannig að það er auðvelt fyrir ráðandi öfl í samfélaginu eða ríkisstjórnarflokka eftir atvikum að taka svona ákvörðun um að flytja einhverja stofnun með einhverjum 20, 30 starfsmönnum og láta eins og þeir séu að vinna í þágu þess að efla byggð í landinu, vegna þess að það sést hvergi á bókhaldinu að verið er að fækka um opinbera starfsmenn til jafns eða jafnvel meira í einhverjum öðrum stofnunum, í framhaldsskólum, í háskólum, eða einhvers staðar annars staðar. Á meðan atlaga menntamálaráðherra stendur yfir á framhaldsskólastiginu er náttúrlega algjört grín að tala um að rétta af þetta bókhald með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Í raun og veru er verið að fækka opinberum störfum út um land þrátt fyrir (Forseti hringir.) þá hugsun og þrátt fyrir þau áform.