144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[15:33]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar ræðu, þetta er nefnilega kjarni málsins. Á meðan menn voru að tala fyrir því að flytja Fiskistofu norður í land voru að leka í bæinn störf frá hinum og þessum ríkisfyrirtækjum og stofnunum. Fréttir bárust af því nokkrum dögum síðar að fyrirtæki í ríkiseigu, Isavia, hefði lagt niður nokkur störf á Akureyrarflugvelli. Það er því eðlilegt að kallað sé eftir því að menn meini eitthvað með þessu, horfi á þetta heildstætt.

Mér fannst áhugavert það sem gert var og gert er hjá Umhverfisstofnun þar sem nálgunin er sú að þegar manneskja er ráðin inn þá skiptir í raun engu máli hvar hún er staðsett, heldur getur hún fengið að vinna í hvaða starfsstöð sem er á vegum Umhverfisstofnunar um land allt.

Mig langar að spyrja hv. þingmann sem fyrrverandi umhverfisráðherra hvernig hún telji að þetta hafi gengið. Voru starfsmenn að nýta sér þetta? (Forseti hringir.) Hvernig kom þetta út?