144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg þess virði að nefndin fjalli um það hvort þetta sé mögulegt, ekki síst í ljósi tveggja atriða. Annars vegar er það það sem hv. þingmaður segir, að skoðanir eru ekki endilega skiptar á flokkspólitískum línum, og hins vegar það sem hefur verið aðalumræðuefnið og virðist vera aðalástæðan fyrir því að frumvarpið er flutt, flutningur Fiskistofu. Það er búið að ákveða að fresta honum hvort sem er, þannig að ég held að það væri mjög gott.

Síðan vil ég taka undir þær umræður sem hér hafa verið um að afnema samhæfingarnefndina. (Forseti hringir.) Ég vil taka undir gagnrýni á það.